Valmynd leiðarkerfis
Helgustaðanáma

Helgustaðanáma

Helgustaðanáma

Austurland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Eskifjörður
  • Hækkun: Um 60m.
  • Samgöngur: Hópbifreiðar á Eskifjörð sumar og vetur.
  • Flokkur: ,

Fyrir börnin, jarðfræðiáhugamenn og í raun bara ansi marga. Svolítið sérstakt fyrirbæri hér á ferð. Silfubergsnáma þar sem enn má sjá Silfurberg. Við ökum til austurs út úr Eskifirði, út fyrir Mjóeyri og sjáum eftir töluverðan spotta bílastæði og vegleg skilti. Þar leggjum við bílnum og göngum upp að náminu eftir ágætis stíg. Sama leið tilbaka.

Helgustaðanáma var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975 sem merkir að ekki er heimilt að fjarlægja berg af staðnum, þó freistandi sé þá sérstaklega fyrir þau yngstu.

Silfurberg er eins og nafnið gefur til kynna ljóst berg, í raun hvítt. Fræðilega flokkast þetta sem kristallar og og er sérkennilega tært grjót. Margir kannast við enska heitið sem er Iceland Spar og er þetta eitt mjög fárra náttúrulegra hluta sem kenndir eru við Ísland.

Söfnun á Silfurbergi hófst á þessum stað um miðja 17 öld en það var ekki fyrr en nítjándu öldinni sem hún náði hámarki. Náman var þó aldrei sérstaklega stór en töluverð vinnsla var þó í námunni sem var lokað árið 1920.

Ástæðan fyrir því að Silfurberg var þetta eftirsótt eru eiginleikar þess í vísindastarfi. Það hefur ljósfræðilega eiginleika en það tvískautar ljós mun betur en aðrar steinategundir enda getur Silfurbergið verið alveg laust við óhreinindi. Þannig gegndi Silfurbergið úr þessari litlu námu á Helgastöðum mikilvægu hlutverki í rannsóknum á eðlis-, efna og jarðfræði á ofanverðri nítjándu öld og þá sérstaklega við notkun á Nicolprisma þar sem hægt var að stýra sveifluhreyfingu ljóssins sem fór í gegn um grjótið.

En eftir að meðtaka svona fræðilega skýringar er fyrst og fremst gaman að ganga að námunni. Sjá þetta fallega berg í veggjum hennar og hvernig það hefur splundrast og komið fram víða í hlíðinni, hvernig stirnir á það í rigningunni eða sólinni. Og talandi um sólina. Prófið að bera  það upp að geislum hennar og sjáið hvernig geislinn skín af grjótinu og endurkastar því áfram.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Hópbifreiðar á Eskifjörð sumar og vetur.

Skildu eftir svar

Listings

Helgustaðanáma

0