Valmynd leiðarkerfis
Glymur

Glymur

Glymur

Vesturland
  • Erfiðleikastig: 2
  • Vað: Botnsá þveruð 1x - 2x
  • Næsta þéttbýli: Akranes
  • Hækkun: Um 280m.
  • Samgöngur: Einkabíllinn
  • Flokkur:

Hæsti foss landsins, hver vill ekki ganga umhverfis hann? Við leggjum bifreiðinni á bílastæði innst í Botnsdal. Þaðan liggur stígur, augljós og að mestu góður inn að Botnsá þar sem oftast, að minnsta á sumrin má finna trjábol og reipi sem nýta má til að komast yfir ánna. Stígurinn liggur svo upp með ánni að austanverðu meðfram fossinum. Við þverum svo ánna ofan við fossinn og höldum niður með ánni vestan megin og að bílastæðinu.

Botnsá fellur úr Hvalvatni sem er rúmum þremur kílómetrum ofan við Glym en hún rennur svo út í sjó í Botnsvogi. Glymur fellur niður í þröngt gil, svo þröngt að hvergi má sjá fossinn í allri sinni 196 metra dýrð.  Líka er rétt að minnast á það að brúnir gljúfurins er víða lausar í sér svo fara verður mjög varlega þegar reynt er að kíkja á fossinn.

Hvalvatn var lengi vel talið dýpsta vatn landsins um 160 metrar á dýpt en síðar kom í ljós að Öskjuvatn er dýpra, góðir tvö hundruð metrar. Sögur um nafngift vatnsins hafa lengi skemmt ferðalöngum. Eggert og Bjarni minnast á það að hvalbein hafi fundist við vatnið og þjóðsögur hafa spunnist um nafngiftina. Sú sem mest er þekkt segir frá manni að nafni Gísla sem varð að illhveli miklu, hval sem synti um höfin. Varð að lokum að kveða hann í burtu og hljop hann við það upp í Hvalvatn og bar bein sín þar.

Okkar leið liggur frá bílastæðinu inn að Botnsá þar sem við fetum okkur fyrst niður í gegn um helli niður að Botnsánni. Þar förum við yfir á trjábol sem hafður er þarna á sumrin. Er það litlum vandkvæðum bundið. Stígurinn liggur svo upp með ánni og er að mestu leyti ágætur. Víða er þó laust í honum en reipi má finna til stuðnings. Er við nálgumst fossinn skiptist stígurinn víða en oftast er best að fylgja þeim er virðist mest farinn og er breiðastur.

Þegar við erum komin því sem næst upp að fossinum er ágætt að fara út á klettarana en þar má sjá fossinn ágætlega. Því næst höldum við upp fyrir fossinn, þverum ánna á góðum stað og  eltum brekkurnar niður að bílastæði aftur.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíllinn

Skildu eftir svar

Listings

Glymur

0