Valmynd leiðarkerfis
Hólahringur (Hólahólar)

Hólahringur (Hólahólar)

Hólahringur (Hólahólar)

Vesturland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Hellnar
  • Hækkun: Um 1m.
  • Samgöngur: Áætlunarferðir að sumri
  • Flokkur: ,

Gönguleið sem kemur verulega á óvart og virðist ekki mjög fjölfarin. Um 3ja mínútna akstur er að bílastæðinu þar sem gangan hefst og er slóðinn örlítið sunnar en slóðinn að Hólahólum. Skilti segir Hólavogur. Fyrst er gengið örstutt niður að sjónum en slóðinn svo eltur til hægri. Örstuttu síðar skiptist hann og þá er mikilvægt að halda til hægri, í átt að lítill brekkku og upp hana. Gangan liggur svo meðfram hólunum í smá hring niður að sjónum og svo í gegnum hraunið aftur að bílastæðinu.

Um leið og við komum upp áðurnefnda brekku göngum við um hólana eftir ágætis stíg, ekki mjög greinilegum en nægilega þó. Það er erfitt að ímynda sér að þarna hafi verið búskapur en svo var nú þó. En áður en við komum að tóttum eyðibýlsins er vert að svipast um eftir huldufólki. Hér vilja þeir er þekkja til meina að sé mikil álfabyggð. Oft hafi heyrst hér klapp og veisluköll.

En við göngum nú í sveig fram hjá lítill tjörn og sjáum þá glitta í tóttirnar af eyðibýlinu Hólahólum sem var stórbýli hér áður fyrr þegar róið var frá Dritvík og Djúpalónssandi. Bærinn fór í eyði ári 1880 nema ef ske kynni að þar búi huldufólk.

Við göngum svo niður á smá sléttu áður en við beygjum niður að sjónum. Þegar þangað er komið liggur leiðin um fallegt hraun. Þar má víða sjá gamlar hleðslur sem gætu hafa verið fiskbyrgi eða þurrkhjallar. Leiðin liggur svo eftir hrauninu meðfram sjónum aftur að bílastæðinu þar sem við hófum gönguna.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Áætlunarferðir að sumri

Skildu eftir svar

Listings

Hólahringur (Hólahólar)

0