Valmynd leiðarkerfis
Helgafell í Mosfellsbæ

Helgafell í Mosfellsbæ

Helgafell í Mosfellsbæ

Höfuðborgarsvæðið
  • Erfiðleikastig: 2
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Mosfellsbær
  • Hækkun: Um 120m.
  • Samgöngur: Strætisvagn
  • Flokkur: ,

Stutt gönguleið sem þó opnar göngumönnum gott útsýni yfir vestari hluta höfuðborgarsvæðisins. Við ökum í gegn um Mosfellsbæ, beygjum inn Þingvallaveg og örstuttu síðar beygjum við til hægri inn á malarveg. Formlegt upphaf gönguleiðarinnar er við skilti en við keyrum aðeins lengra, kannski eina 300 metra og leggjum bílnum þar. Slóðann má sjá á ská upp fellið og við fylgjum honum á toppinn og svo sömu leið til baka.

Við hefjum gönguna á Helgafell (216 m.y.s) í svokölluðum Ásum. Þar sjáum við leifar af mannvirkjum frá síðari heimsstyrjöldinni. Þarna voru vatnstankar sem voru notaðir til að dæla vatni í sjúkrahús þarna rétt hjá. Var það kallað Helgafell hospital.

Göngustígurinn liggur á ská upp fjallið og eins og öll leiðin er hann merktur með appelsínugulum stikum. Rétt er að taka það strax fram að stígurinn er þannig að niðurleiðin er ekkert sérstaklega góð og þarf að fara varlega þá.

Rétt áður en við leggjum á brattann má sjá litla dæld eða laut í fjallinu. Þetta eru leifar af gullnámu frá því rétt eftir aldamótin 1900. Ekki var mikið leitað að gulli né fannst mikið og var gröftur meira byggður á væntingum en öðru.

Þegar upp er komið er um 3 – 400 metra gangur að hæsta punkti fjallsins. Þar er þó ekki besta útsýnið heldur er það við uppgöngustaðinn. Sést vel yfir Mosfellsbæ, Esju og yfir sundin svo og vestari hluta Reykjavíkur. Með því að ganga aðeins út á suðurbrúnir má sjá vel yfir Hafravatn og til Bláfjalla.

Rétt við toppinn má sjá leifar af gömlu varðbyrgi frá hernámsárunum. Ekki er gott að segja hví menn töldu nauðsynlegt að setja upp varðbyrgi á Helgafelli.

Við göngum svo sömu leið niður til baka og förum varlega í mesta brattanum.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Strætisvagn

Skildu eftir svar

Listings

Helgafell í Mosfellsbæ

0