Valmynd leiðarkerfis
Kerling frá Lamba í Glerárdal

Kerling frá Lamba í Glerárdal

Kerling frá Lamba í Glerárdal

Norðurland
  • Erfiðleikastig: 3
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Akureyri
  • Hækkun: Um 800m.
  • Samgöngur: Einkabíllinn
  • Flokkur: ,

Ómerkt leið, brött, getur verið erfið, ísöxi og mannbroddar æskilegir á veturnar. Upp á háfjallið að vestan er fylgt hrygg sem veit VSV í stefnu á Glerárdalshnjúk. Af fjallinu er afar víðsýnt í björtu veðri, enda Kerling hæsta fjall við Eyjafjörð. Mjög brött og erfið leið austur af háfjallinu og þaðan SA niður í Finnstaði í Eyjafjarðarsveit.

Heimild, ofangreint: Glerárdalur, gönguleiðakort.
Útgefandi: Ferðafélag Akureyrar – vefsíða.

Þessi leið hefst við Lamba, skátaskála í Glerárdal. Sjá má leiðarlýsingu hér.

Kerling er 1.538 m.y.s og er því hæsta fjall Norðurlands. Fjallið er rúmlega 8 milljón ára gamalt, hluti megineldstöðvar eins og flest fjöll við Glerárdal. Útsýni af Kerlingu er stórkostlegt, vel sést til margra jökla landsins. Í austri má sjá Dyrfjöll og Snæfell, Herðubreið og Mývatnsöræfi. Í vestri sést afar vel yfir Tröllaskaga og áfram til Stranda.

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíllinn

Skildu eftir svar

Listings

Kerling frá Lamba í Glerárdal

0