Valmynd leiðarkerfis
Miðfell á Snæfellsnesi

Miðfell á Snæfellsnesi

Miðfell á Snæfellsnesi

Vesturland
  • Erfiðleikastig: 2
  • Vað: Göngubrú yfir á
  • Næsta þéttbýli: Hellissandur
  • Samgöngur: Einkabíllinn
  • Flokkur: ,

Skemmtileg leið á gott útsýnisfjall þar sem sést vel yfir vestasta hluta Snæfellsness. Gangan hefst á sama stað og ganga á Hreggnasa við mynni Eysteinsdals. Þar er bílastæði og upplagt að skilja bílinn eftir. Við eltum svo stikaðan stíg sem liggur á Hreggnasa upp á fyrsta hálsinn. Þegar sú leið heldur til hægri tökum við því sem næst 90 gráðu beygju og höldum í átt að Miðfelli.

Leiðin er ekki stikuð en farið er eftir hálsinum og stefnt á nokkuð augljósan hrygg í fjallinu. Honum fylgjum við upp en höfum í huga að hann er aðeins brattur og jafnvel laus í sér. Örlítið brölt er á síðustu metrunum upp á fjallið en gönguvanir eiga ekki í vandræðum með það. Við höldum svo sömu leið tilbaka.

Fljótt eftir að við byrjum að hækka okkur á hryggnum, jafnvel fyrr sjáum við mastur á hægri hönd. Það olli þeim er þetta ritar miklu hugarangri en komst þó að því að Neyðarlína á og rekur mastrið.

Eins og fyrr sagði er smá brölt í lokin eftir göngu á örlítið brattann hrygginn. Útsýnið launar þó bröltið en vel sést yfir nesið héðan. Næst er hið fallega og sérstaka fjall Hreggnasi. Það sést svo vel yfir Hellissand og Rif og langt út á Breiðafjörð.

Við göngum svo sömu leið til baka en þeir sem enn eru í fullu fjöri geta tölt á Hreggnasa, það tekur ekki nema góðar 30 mínútur frá hálsinum.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíllinn

Skildu eftir svar

Listings

Miðfell á Snæfellsnesi

0