Valmynd leiðarkerfis
Fossaleið Brúarár

Fossaleið Brúarár

Fossaleið Brúarár

Suðurland

Stutt gönguleið sem hentar flestum ef ekki öllum, jafnvel yngri börnum. Slétt landslag en töluvert kjarr sem þarf að klöngrast í gegn um af og til.

Lagt er upp frá þjóðveginn við brúnna yfir Brúará og gengið er upp með ánni að vestanverðu. Fyrsta legginn er gengi í jaðri túna frá bænum Efstadal en þar hlykkjast áin mest. Um svipað leyti og fyrstu bústaðarnir í Brekkkuskógi blasa við hinu megin árinnar verður árfarvegurinn beinni og leið mikilfenglegri.

Fyrsti fossinn sem komið er að heitir Hlauptungufoss, um fjórir metrar á hæð. Í eina tíð má reikna með að hann hafi verið mun breiðari því stærsti hluti árinar hefur fundið sér farveg niður í þröngt gil austast í ánni. Þar endar gjáin sem mestu hluti árinnar hefur runnið um allt ofan frá Brúarárfossi.

Stuttu seinna er gengið fram á Miðfoss, sem er mun minni en nágrannar hans, lítið meira en veglegar flúðir. Litlu ofar er komið að þeim stað sem Fremri-Vallá rennur í Brúará. Þaðan er örstutt ganga að fallegast og mikilfenglegasta fossinum á þessari göngu, sjálfum Brúarárfossi. Þar er göngubrú yfir og sé staðið á henni og horft uppeftir ánni má sjá að þar hefur myndast sprunga eða gjá í árfarveginum og þar rennur stærsti hluti árinnar.

Ef vel er að gáð má sjá lítinn steinboga yfir ánna undir göngubrúnni og telja margir að nafn árinnar sé frá honum dregið. Sagnir herma að brytinn í Skálholti hafi árið 1602 látið brjóta steinbogann til að fækka heimsóknum þurfalinga í Skálholt. Brytum í Skálholti er þó eignað margt misjafnt í sögum og ætti að taka þessari og öðrum með það í huga.

Fyrsta brú sem gerð var yfir Brúará var einkaframtak séra Guðna „sterka“ prests í Miðdal á 19. öld. Sú brú lá yfir gjána ofan við núverandi brú. En snúum okkur aftur að gönguleiðinni. Frá brúnni má halda aftur niður á veg og ráðlagt er að halda sig vestanmegin ár en einnig má taka strikið inn í sumarhúsbyggðir Brekku- eða Miðhúsaskógar. Ef það er gert þarf að stikla vaðið á Fremri-Valllá sem engum ætti að vera ofraun.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

    Skildu eftir svar

    Listings

    Fossaleið Brúarár

    0