Valmynd leiðarkerfis
Hánefsstaðareitur

Hánefsstaðareitur

Hánefsstaðareitur

Norðurland

Stutt og þægileg ganga um skemmtilegt skógræktarsvæði rétt utan Dalvíkur. Hentar öllum og upplagt að tölta eftir mat eða til að brjóta upp bílferð um svæðið.

Upphafsmaður skógræktar á Hánefsstöðum var eldhuginn og athafnamaðurinn Eiríkur Hjartarson sem hóf þar skógrækt árið 1946. Eiríkur var einnig upphafsmaður Grasagarðsins í Reykjavík en hann var fæddur og uppalinn í Svarfaðardal. Skógræktina hóf hann með því að reisa mikla girðingu um svæðið og er hún svo vönduð að hún stendur enn í dag. Næsta áratuginn flutti hann plöntur með sér norður sem voru svo gróðursettar að Hánefsstöðum og kennir þar margra grasa. Alls var plantað í hans tíð 94.633 plöntum.

Árið 1965 ánafnaði Eiríkur Skógræktarfélagi Eyfirðinga skóginn.

Heimild: Gönguleiðir í Dalvíkurbyggð.
Útgefandi: Dalvíkurbyggð.
Vefsíða

 

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíllinn

Skildu eftir svar

Listings

Hánefsstaðareitur

0