Valmynd leiðarkerfis
Papós – Horn

Papós – Horn

Papós – Horn

Suðurland

Leiðin er stórbrotin, en að mestu greið. Hún liggur um grýtta urð og lausar skriður á köflum en ætti að vera flestum fær. Á leiðinni er mikið um menningarminjar. Papósmegin má sjá rústir Papóskaupstaðar og rúst sem talin er vera frá því Papar dvöldust hér fyrir landnám.

Á Hafnartanga eru rústir gamallar verstöðvar þar sem Nesjabændur og Norðlendingar höfðu útræði fram á 19. öld. Einnig eru rústir eftir veru breskra setuliðsins á styrjaldarárunum síðari. Við gamla bæinn geta menn gert sér í hugarlund hvernig aðstæður voru, þegar sex franskar skútur fórust í Hornsvík árið 1873. Þar er nú víkingaþorp sem reist var fyrir kvikmyndagerð. Á leiðinni er líka fjölbreytt fugla- og dýralíf. Hægt er að lengja leiðina með því að fara út á Papóskletta.

Hægt er að ganga leiðina í báðar áttir ef svo má að orði komast.

Árið 1861 var samþykkt á Alþingi að Papós yrði löggilt verslunarhöfn. Fyrst í stað var verslað um borð í skipunum sem lágu við akkeri rétt innan við Papós. Eftir að fyrsta verslunarhúsið var byggt sumarið 1864 var föst verslun starfrækt til ársins 1897.

Árið 1895 eignaðist Ottó Tuliníus verslunina. Það að ekki sá til sólar í meira en fimm mánuði á ári, frá 28. september til 7. mars, bágborin hafnaraðstaða og lítið undirlendi hefur eflaust orðið til þess að hann lét rífa öll húsin og flytja til Hafnar árið 1897. Enn stendur eitt þeirra, Gamlabúð og gegnir nú hlutverki upplýsingamiðstöðvar.

Heimild: Gengið fyrir Horn.
Ferðablöðungur Ferðafélags Austur-Skaftfellinga o.fl.

 

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíllinn

Skildu eftir svar

Listings

Papós – Horn

0