Valmynd leiðarkerfis
Hellisskógur

Hellisskógur

Hellisskógur

Suðurland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Árborg
  • Samgöngur: Áætlanaferðir til Árborgar
  • Flokkur: ,

Skemmtilegt útivistar- og skógræktarsvæði á vestari bakka Ölfusár. Kemur svolítið á óvart, maður á eiginlega ekki von á þetta stórum skógi þarna. Við ökum inn Ártún sem er sú íbúðargata sem er næst Ölfusárbrú að vestanverðu. Ökum inn fyrir byggðina og inn á svæði Skógræktarfélags Selfoss. Rétt eftir að við komum inn fyrir hliðið beygjum við upp til vinstri og leggjum á bílastæðinu.

Hér hefur Skógræktarfélag Selfoss, sjálfboðaliðar þess og sveitarfélagið unnið mikið og gott verk. Félagið fékk þetta svæði afhent árið 1985 og fyrstu plöntunar voru gróðarsettar árið 1986. Þá voru hér bara mýrar og beitarsvæði hesta og sauðfés. Nú er svæðið um 126 hektarar á stærð, ljúft og skemmtilegt göngu- og útivistarsvæði.

Hér er ekki lýst neinni ákveðinni gönguleið en feta má marga stíga um skóginn. Mælt er þó með því að fara upp fyrir svæðið, um það bil fyrir miðju og skoða þar Stóra Helli (N63°57.286′ og V20°59.954′). Hann er  því sem næst miðja leið milli Ölfusár og Ingólfsfjalls í nokkuð augljósri klettaborg.

Stóri Hellir er talinn hafa myndast í lok síðasta jökulskeiðs þegar brim svarf klettaborgina til en víða má sjá merki um ágang sjávar. Reimt er í hellinum svo fólk skal ekki láta sér bregða þótt óvenjuleg atvik eigi sér stað meðan það dvelur hér. Jafnvel geta næmir göngumenn átt von á því að sjá hér ungan mann með langan trefil á sveimi. Er þar á ferð maður sem hengdi sig hér vegna ástarsorgar. Notaði hann til þess langan bláan trefil. Hellirinn var notaður sem fjárhús.

Í skóginum hefur verið plantað um 220.000 plöntum af 51 tegund og má finna þær allar í trjásafni skógarins.

Hér má vel eyða um einni til tveimur klukkustundum við göngu. Við vorum hér á ferð í rökkri og rigningu og eigi að síður var gangan afskaplega ljúf.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Áætlanaferðir til Árborgar

Skildu eftir svar

Listings

Hellisskógur

0