Valmynd leiðarkerfis
Reykjarhóll

Reykjarhóll

Reykjarhóll

Norðurland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Varmahlíð
  • Hækkun: Um 40m.
  • Samgöngur: Áætlunarferðir í Varmahlíð
  • Flokkur: ,

Létt og þægileg gönguleið um skemmtilegt skógarsvæði ofan við Varmahlíð í Skagafirði. Við ökum upp í gegn um bæinn og framhjá sundlauginni að tjaldsvæðunum.

Rétt áður en komið er að þeim vísar skilti frá Skógræktinni okkur að Reykjarhól en allt eins gott og jafnvel betra er að leggja á tjaldsvæðinu. Frá salernunum á tjaldsvæði er svo breiður og góður stígur sem leiðir okkur að hólnum og upp á hann.

Efst á hólnum er útsýnisskífa en það er merkilega gott útsýni yfir Skagafjörð þótt ekki sé hóllinn hár eða aðeins rétt sléttir hundrað metrar. Skógræktin hefur umsjón með svæðinu og ræktað svæðið vel á síðustu áratugum. Á leiðinni tilbaka er upplagt að ganga um skóginn en stígar liggja víða.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Áætlunarferðir í Varmahlíð

Skildu eftir svar

Listings

Reykjarhóll

0