Valmynd leiðarkerfis
Umhverfis Helgafell

Umhverfis Helgafell

Umhverfis Helgafell

Höfuðborgarsvæðið
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Hafnarfjörður
  • Hækkun: Um 5m.
  • Samgöngur: Einkabíllinn
  • Flokkur: ,

Margir hafa gengið á Helgafell í Hafnarfirði en það er alls ekkert síðra að ganga hringinn umhverfis þetta tignarlega fjall. Leiðin hefst við bílastæðið ofan við Kaldársel og endar á sama stað.

Farið er eftir stígnum í átt að Helgafelli og alla leið þar sem hann liggur Valahnúkaskarð. Að öllu jöfnu mundum við byrja að feta okkur upp á við en hér höldum við áfram. Leiðin er nokkuð greiðfær, melir, sandar og klappir. Við veitum því athygli að gróður er mun meiri hér austanmegin.

Þegar við erum rúmlega hálfnuð með austurhliðina sjáum við klettadrang einn mikinn sem ber nafnið Riddarinn. Ekki hefur þeim er þetta ritar tekist að finna heimildir um hvaðan sú nafngift kemur.

Við eltum línuveginn austur með fjallinu og svo suður fyrir það og stefnum svo í norðurátt að stígnum þar sem við hófum gönguna. Hér göngum við í og meðfram Helgafellshrauni.

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíllinn

Skildu eftir svar

Listings

Umhverfis Helgafell

0