Valmynd leiðarkerfis
Um garða Reykjavíkur

Um garða Reykjavíkur

Um garða Reykjavíkur

Höfuðborgarsvæðið
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Reykjavík
  • Hækkun: Um 1m.
  • Samgöngur: Góðar almenningssamgöngur
  • Flokkur: ,

Hér er ekki um að ræða hefðbundna leiðarlýsingu heldur frekar ábendingu um góða og öðruvísi gönguferð. Reykjavíkurborg hefur gefið út kort er heitir Garðvísir og er leiðarvísir um garða borgarinnar. Gera má úr því góða gönguleið og fræðast í leiðinni. Reyndar var búið að færa korti í hillur með seldum kortum núna í sumar (2012), vonandi verður því breytt aftur sem fyrst.

Um er að ræða 21 garð sem flestir eru þó á stór miðborgarsvæðinueða frá garðinum við Þjóðarbókhlöðuna austur að Skólavörðuholti. Hægt er að gera úr þessu þrjár gönguleiðir sem eru 1 km, 3 km og 5 km.

Þarna má finna marga garða sem eru vel þekktir eins og Hljómskálagarðinn, Austurvöll, Hólavallagarð og Arnarhól en einnig minna þekkta garða eins og Grænaborg, Trjálund við Bjarkargötu og Lýðveldisgarðinn. Á kortinu/bæklingnum frá Reykjavíkurborg má finna góðan fróðleik um alla þessa garða og er það því vel þess virði að taka með. Það má nálgast í upplýsingamiðstöð ferðamanna í Geysishúsinu í miðborginni.

Garðarnir eru;
Alþingisgarðurinn – Suðurgata 2 – Víkurgarður – Austurvöllur – Landfógetagarðurinn – Ingólfsbrekka – Arnarhóll – Þjómenningarhúsið – Lýðveldisgarðurinn – Skólavörðuholt – Grænaborg við Eiríksgötu – Hnitbjörg – Hljómskálagarðurinn – Hallargarðurinn – Lóð við Listasafn Íslands og Fríkirkjuna – Mæðragarðurinn – Tjarnarbakkar – Trjálundur við Bjarkargötu – Háskólalóðin – Þjóðarbókhlaðan – Hólavallagarður.

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Góðar almenningssamgöngur

Skildu eftir svar

Listings

Um garða Reykjavíkur

0