Valmynd leiðarkerfis
Miðfell

Miðfell

Miðfell

Suðurland
 • Erfiðleikastig: 1
 • Vað: Ekkert vað
 • Næsta þéttbýli: Laugarvatn
 • Hækkun: Um 300m.
 • Flokkur:

Þægileg ganga á lítið fell sem er þó með ágætis útsýni yfir sumarhúsabyggðir svæðisins.

Gönguleiðin hefst efst á bílastæði í Skyggnisskógi. Þaðan er gengið eftir vegarslóða sem liggur svo til beint í norður að Miðfelli. Á hægri hönd er Mýrarskógur og handan hans má virða fyrir sér fögur gil sem blasa við í fjallendinu í undirhlíðum Bjarnarfells. Á vinstri hönd er Úthraun, þéttvaxið birkiskógi. Þegar komið er nær sjáum við Miðfellsháls er gengur suðaustur frá Miðfelli. Gönguleið okkar liggur upp rétt við hann.

Efst í Miðfellshálsinum, rétt í þann mund sem komið er upp úr birkitrjánum er Skjónulaut, upplagður staður til hvíldar en ekki síður til berjatínslu á haustdögum.

Miðfell er 525 metra hátt og hentar því vel öllum fullfrískum gönguhrólfum. Þrátt fyrir að liggja ekki hærra er útsýni gott fyrir sumarhúsabyggðir svæðisins.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  Skildu eftir svar

  Listings

  Miðfell

  0