Valmynd leiðarkerfis
Mosi – Grímudalur

Mosi – Grímudalur

Mosi – Grímudalur

Norðurland
  • Erfiðleikastig: 2
  • Vað: Mögulega sprænur
  • Næsta þéttbýli: Dalvík
  • Hækkun: Um 950m.
  • Samgöngur: Áætlunarbifreið/Einkabíll
  • Flokkur: ,

Lagt er af stað frá Dalvíkurkirkju og gengið upp malarveg sem liggur til fjalls. Stikum er fylgt upp Moldbrekkur og áfram inn dalinn. Rétt neðan við kofann sem er í miðjum dalnum er farið fyrir brú og lagt á brattann upp í Grímudal.

Þetta er fallegur og vel gróinn dalur með Grímufjall á vinstri hönd en hægra megin blasa við Bjarkarkolla og Halldór sem er rúmlega 1100 metra hátt fjall. Í dalnum má sjá leifar af gamalli símalínu sem lá yfir í Kálfsárdal og áfram til Ólafsfjarðar og var lögð árið 1908.

Í botni dalsins er nokkuð brött brekka sem liggur upp í skarð sem er á milli Grímudals og Kálfsárdals. Leiðin liggur því næst til suðurs undir Einstakafjall og niður á Reykjaheiði þar sem Mosi, skáli Ferðafélags Svarfdæla er staðsettur.

Til baka er svo haldið beint niður Böggvisstaðadal og komið að kofanum þar sem lagt var af stað upp Grímubrekkur, þegar ferðin tilbaka er hálfnuð.

Heimild: Gönguleiðir í Dalvíkurbyggð.
Útgefandi Dalvíkurbyggð.
Vefsíða.

 

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Áætlunarbifreið/Einkabíll

Skildu eftir svar

Listings

Mosi – Grímudalur

0