Valmynd leiðarkerfis
Langholtsfjall

Langholtsfjall

Langholtsfjall

Suðurland

Gengið frá Snússuskála í landi Ásatúns eftir götum sem liggja austan megin Langholtsfjalls. Munnmæli herma að í Vatnsdalsvatni á Langholtsfjalli búi sami nykur og býr í vatninu uppi á Vörðufelli, ár í senn í hvoru vatni. Hann flytur sig um set um undirgöng á Jónsmessunótt og heyrast þá miklir dynkir og skruðningar.

Þegar komið er heldur lengra en miðsvegar undir fjallinu sést stígur fara upp fjallið, en sá stígur nefnist Tæpistígur. Neðan við Tæpastíg er Kristínarbrekka, sagnir herma að þar hafi kona að nafni Kristín hrapað til bana þegar hún fór um stíginn með heybandslest.

Áfram er haldið eftir Tæpastíg og er þá komið niður í trjálundinn á Álfaskeiði.

Ef ganga á til baka er hægt að fara sömu leið eða ganga upp slóðann frá Álfaskeiði að sjónvarpsmöstrunum og síðan áfram niður fjallið.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Hrunamannahreppi.
Útgefandi: Hrunamannahreppur – vefsíða.

 

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíllinn

Skildu eftir svar

Listings

Langholtsfjall

0