Valmynd leiðarkerfis
Vífilsfell

Vífilsfell

Vífilsfell

Höfuðborgarsvæðið
  • Erfiðleikastig: 2
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Reykjavík
  • Hækkun: Um 300m.
  • Samgöngur: Einkabíll
  • Flokkur: ,

Vinsælt til göngu enda af því ljómandi gott útsýni til höfuðborgar og fjalla í norðri og austri. Við beygjum út af Suðurlandsvegi  og stefnum að malarnámum í mynni Jósepsdals. Þar leggjum við bílnum við nokkuð greinilegan stíg sem liggur upp á hrygg sem kemur úr austanverðu fjallinu.

Stígurinn er augljós alla leiðina upp en fyrri hlutinn er nokkuð beinn en í seinni hlutanum göngum við í góðum sveig á toppinn. Mikilvægt er að fylgja sömu leið tilbaka því fjallið er nokkuð bratt á allar hliðar.

Vífilsfell (655 m.y.s.) er stundum sagt vera nyrsta fjall Bláfjalla en virðist þó standa nokkuð stakt. Efsti hluti fjallsins er móberg en fjallið er talið hafa myndast á síðasta jökulgosi, líklega í nokkrum eldgosum.

Fjallið er nefnt eftir Vífli leysingja Ingólfs Arnarsonar. Hann bjó á Vífilsstöðum og skokkaði á fjallið til að gá til veðurs. Ef vel viðraði skokkaði hann út á Gróttu þaðan sem hann réri.

Þrátt fyrir að vera nokkuð létt uppgöngu er á einum tveimur til þremur stöðum smá klettahöft sem gæti þurft að nota hendur til að styðjast við. Ætti það þó engum að vera mikil hindrun haldi menn sig á stígnum. Á toppnum er útsýnisskífa sem Ferðafélag Íslands setti upp.

 
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíll

Skildu eftir svar

Listings

Vífilsfell

0