Valmynd leiðarkerfis
Papós – Kex – Papós

Papós – Kex – Papós

Papós – Kex – Papós

Suðurland
  • Erfiðleikastig: 2
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Höfn
  • Hækkun: Um 474m.
  • Samgöngur: Einkabíllinn
  • Flokkur: ,

Þetta er gömul leið sem gjarnan var farin þegar bændur vestan úr sveitum voru að koma frá Papóskaupstað. Gengið er meðfram Kastá inn Kastárdal uns komið er fram á brúnina fyrir botni Kastárdals sem heitir Kex,  þar sér yfir Hornsvík og Stokksnes.

Þar er farið beint niður skriðuna. Síðan er gengið fyrir Horn og endað á upphafsstað við Papós.

Einnig er hægt að ganga að Hornsbænum og láta sækja sig þangað. Þá er leiðin um 3 klst. styttri.

Lengja má leiðna með því að ganga upp að Húsadalstindi og þaðan eftir brúninni að Kexi.

Árið 1861 var samþykkt á Alþingi að Papós yrði löggilt verslunarhöfn. Fyrst í stað var verslað um borð í skipunum sem lágu við akkeri rétt innan við Papós. Eftir að fyrsta verslunarhúsið var byggt sumarið 1864 var föst verslun starfrækt til ársins 1897. Árið 1895 eignaðist Ottó Tuliníus verslunina. Það að ekki sá til sólar í meira en fimm mánuði á ári, frá 28. september til 7. mars, bágborin hafnaraðstaða og lítið undirlendi hefur eflaust orðið til þess að hann lét rífa öll húsin og flytja til Hafnar árið 1897. Enn stendur eitt þeirra, Gamlabúð og gegnir nú hlutverki upplýsingamiðstöðvar.

Heimild: Gengið fyrir Horn.
Ferðablöðugur Ferðafélag Austur-Skaftfellinga o.fl.

 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíllinn

Skildu eftir svar

Listings

Papós – Kex – Papós

0