Valmynd leiðarkerfis
Eldgjá

Eldgjá

Eldgjá

Hálendið
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Kirkjubæjarklaustur
  • Samgöngur: Áætlun á sumrin
  • Flokkur: ,

Stórkostleg gönguleið um eina hrikalegustu gossprungu landsins. Örlítið klöngur á köflum en annars fær flestum, þar á meðal yngstu kynslóðinni. Leiðin liggur frá bílastæði, yfir tvær göngubrýr og að Ófærufossi. Sama leið er gengin tilbaka.

Eldgjá er hátt í 70 km. löng gossprunga, dýpt hennar er mest um sex hundruð metrar og dýpst er hún hátt í 200 metrar. Hún myndaðist í einu stærsta gosi Íslandssögunnar, í kringum árið 934. Gossprungan nær innundir Mýrdalsjökuls og til móts við Lambavatn rétt við Laka.

Hraunin úr Eldgjá eru talin þekja um 800 ferkílómetra og er að mesta flatarmál hrauns á jörðinni sem runnið hefur eftir ísöld.

Ófærufoss er einstaklega fallegur foss í tveimur hlutum sem er alveg þess virði að skoða. Yfir neðri fossinn var stór og mikill steinbogi sem hrundi  árið 1993 í vorleysingum.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Áætlun á sumrin

Skildu eftir svar

Listings

Eldgjá

0