Valmynd leiðarkerfis
Valahnúkar, hringleið

Valahnúkar, hringleið

Valahnúkar, hringleið

Höfuðborgarsvæðið

Ef finna á góða fjölskyldugöngu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hlýtur þessi leið að verða ofarlega á listanum. Slétt og þægileg, greinileg og á rúmlega miðri leið er ævintýraparadísin Valaból. við hefjum leiðiana við bílastæðið við Vavatnsból Hafnfirðinga rétt við Kaldársel. Mjög greinilegur slóði er stærsta hluta leiðarinnar og er hún stikuð. Er það sama slóð og liggur á Helgafell og fylgjum við henni að hálsinum þar sem beygt er er utl hægri á Helgafellið. við öldum þar áfram og iiggur slóðin alveg meðfram hnúkunum þar til við komum aftur inn á Helgafellsslóðina og höldum á bílastæðið.

Valahnúkar eru taldnir hafa myndast í gosi fyrir um 120 þúsund árum. Nafngiftin er ekki á hreinu en en gæti verið komin af nafni Fálka sem eru stundum kallaðir valir. Eins gæti nafnið komaið af ávalir og þá vísað til hnjúkkanna á tooppi fjallsins, víð og dreif. Aðrir vilja þó meina að hnjúkarnir séu steinrunnin tröll og er það mun betri skýring.

Þegar við erum vel hálfnuð með gönguna komum við að trjálundi nokkrum, þokkalega stórum. Er það Valaból. Hefur það stundum verið nefnt fyrsta farfuglaheimili okkar Íslendingar. Farfuglar hófu þarna uppbyggingu fyrir miðuja síðustu öld. Fyrst var reyndar staðurinn kallaður Músarhellir. Þar var hellisskúti sem Farfuglar mokuðu út úr. Þeir girtu svo af svæðið og hófu þar ræktun með þessum líka góða árangri.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

    Skildu eftir svar

    Listings

    Valahnúkar, hringleið

    0