Valmynd leiðarkerfis
Grábrók

Grábrók

Grábrók

Vesturland

Örstutt, merkt og góð ganga upp á fallegan gíg þar sem útsýni er afar gott yfir nálæg svæði. Gangan hentar vel sem smá hvíld frá akstri. Stöðvum á bílastæði rétt norðaustan við Bifröst og eltum merktan og ágætan stíg upp á gíginn.

Grábrók er einn af þremur gígum í stuttri gígaröð. Þeir heita Grábrók (Stóra – Grábrók) , Smábrók (litla Grábrók) og Grábrókarfell (Rauðabrók). Úr þeim rann Grábrókarhraun fyrir rúmum sjö þúsund árum og myndaði meðal annars umgjörð Hreðavatns.

Í hrauninu er mikið af fallegum uppsprettum, Paradísarlaut líklega þekktust þeirra. Hraunið er alls um 7km2 á stærð. Gígarnir og hraunið eru friðlýst náttúruvætti.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

    Skildu eftir svar

    Listings

    Grábrók

    0