Valmynd leiðarkerfis
Hljóðaklettar

Hljóðaklettar

Hljóðaklettar

Norðurland

Þessi hringleið hefst í Vesturdal á innsta bílastæðinu ef svo má að orði komast. Stígar eru góðir, stikaðir og vel merktir og leiðin hentar því öllu göngufæri fólki. Við göngum inn að Hljóðaklettum, „niðurfyrir“ þá og uppfyrir aftur og svo sömu leið tilbaka.

Hljóðaklettar eru líklega eitt merkasta náttúrulistaverk landsins. Stuðlabergsklettar sem hafa á sér ýmis konar lögun og útlit svo endalaust virðist vera hægt að horfa á þá og sjá nýjar myndir og merkingar. Hljóðaklettar eru gígtappar sem standa eftir þar sem Jökulsá hefur sópað í burtu öllu lausu efni frá klettunum. Talið er að þarna hafi gosið í lok síðustu ísaldar í gíg eða gígaröð. Aðeins austan við Hljóðakletta má sjá gíg, Rauðhóla sem gefa hugmynd um hvernig gígarnir voru hér.

Í klettunum má sjá einmana tröllkall sem heitir Tröllið, er hann syðstur af klettunum. Sagan segir að þetta tröll hafi verið á gangi og hitt smaladreng. Fóru þeir að metast á um hvort raunverulega hægt væri að borða steina. Drengurinn tók ost úr mal sínum og át. Tröllið vildi ekki lúffa og tók stein, tuggði og tuggði en ekkert gekk. Tuggði hann svo lengi að sólin kom upp og varð hann þar steinrunninn.

Þegar við erum um það bil hálfnuð hringinn um Hljóðakletta göngum við niður í lítið „dalverpi“ í klettunum sem kallað hefur verið Álfakirkja þó hvergi megi sjá það á korti. Þar er jörð rennislétt og lítill skúti innst. Má vel hugsa sér að þarna stundi álfar söng sinn og trú?

Þrátt fyrir að geta endalaust virt fyrir sér stuðlana og þeirra endalausu myndir þurfum við að lokum að ganga aftur á bílastæðið.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

    Skildu eftir svar

    Listings

    Hljóðaklettar

    0