Valmynd leiðarkerfis
Einhyrningur

Einhyrningur

Einhyrningur

Suðurland
  • Erfiðleikastig: 2
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Hvolsvöllur
  • Hækkun: Um 360m.
  • Samgöngur: Einkabíllinn
  • Flokkur: ,

Einhyrningur er mjög sérstætt 651 metra hátt móbergsfjall. Fljótshlíðarvegur (261) er ekinn til enda og áfram inn Emstruleið (F261) framhjá Þórólfsfelli og Fauskheiði þangað til komið er að Einhyrningsflötum. Hægt er að ganga á Einhyrning að sunnan og mótar fyrir göngustíg þegar ofar dregur. Að neðan má sjá gróðurtorfu sem farið er eftir og teygir hún sig upp snarbrattar skriður að klettabelti. Í því er skarð þar sem gengið er upp fyrir klettana og er haldið þaðan á toppinn.

Hann er ávalur og lausir steinar þar á móbergsklöpp og eru brúnirnar þverhníptar. Útsýni af toppnum er gott yfir á Eyjafjallajökul, Goðalandsjökul, Þórsmörk, Bása, Rjúpnafell, Mófell, Emstrur og víðar. Möguleiki er á því að fara niður fjallið grasbrekkurnar að vestan eða öfugt, fara þær upp og koma niður skarðið.

Rétt er að ætla sér að minnsta kosti 2 klst í gönguna.

Á Einhyrningsflötum er gangnamannakofi sem er leigður út og er í eigu Fjallaskilasjóðs Fljótshlíðar. Kofinn heitir Bólstaður og eru bílastæði við kofann og er lagt upp á fjallið frá honum.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Rangárþingi eystra
Útgefandi: Katla jarðvangur
Vefsíða: www.katlageopark.is

 
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíllinn

Skildu eftir svar

Listings

Einhyrningur

0