Örstutt og þægileg ganga eftir góðum og vel gerðum stíg. Gangan hentar því öllum. Fossinn er fallegur þó lítill sé. En fegurð þessarar gönguleiðar liggur líka í staðsetningu fossins. Beint neðan við Hreggnasa og því afar fallegt að horfa upp eftir fossi og fjalli.
Fossinn er í á er heitir Móðulækur og flestir er aka um ysta nef Snæfellsnes taka eftir. Stærsti hluti vatnsmagnsins kemur vegna bráðnunar frá Snæfellsjökli og því getur umtalsvert vatnsmagn verið í ánni, sérstaklega snemmsumars.
Ekið er upp Eysteinsdal eftir ágætis vegi og á hægri hönd má fljótlega sjá skilti er bendir á Klukkufoss. Lítið stæði er rétt við skiltið þar sem má leggja bílnum.