Valmynd leiðarkerfis
Galtafell efri leið

Galtafell efri leið

Galtafell efri leið

Suðurland
  • Erfiðleikastig: 2
  • Vað: Ekki sem vitað er um
  • Næsta þéttbýli: Flúðir
  • Samgöngur: Einkabíllinn
  • Flokkur:

Gengið frá kirkjustaðnum Hruna eða ristahliðinu við brautina að Hrunalaug. Farið áfram eftir veginum og stiklað yfir lækinn í Músasundi. Þaðan er gengið upp á Stóra- Skógarholt, svo áfram upp Hálsana og upp á Galtafell þar má finna fleiri en eina götu upp.

Þegar upp er komið kemur í ljós mikið landslag og stefnan þá tekin í suður eftir fellinu, í góðu veðri er gaman að virða fyrir sér útsýni til allra átta. Húsfreyjusæti á Galtafelli er nú varða og er vestast á fellinu en sagan segir að þar hafi húsfreyjan í Galtafelli setið og rifist við húsfreyjuna í Miðfelli sem sat uppi á fjallinum hinu megin. Þegar komið er niður af fellinu austan megin er komið á góðar reiðgötur og verður hinn sögufrægi Stóri- Steinn, sem í dag er oft nefndur Huppusteinn, á vegi fólks rétt sunnan við girðingarhlið og neðan við reiðveginn. En þar á formóðir kýrinnar Huppu frá Kluftum að hafa komist í kynni við tudda huldufólksins.

Þegar komið er nær Núpstúni er annars vegar hægt að ganga að Núpstúni og hins vegar áfram suður og virða fyrir sér hina stórmerkilegu stuðlabergsnámu í Hólahnjúkum, rölta svo fram hjá henni og niður að Hrepphólum.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Hrunamannahreppi.
Útgefandi: Hrunamannahreppur – vefsíða.

 

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíllinn

Skildu eftir svar

Listings

Galtafell efri leið

0