Valmynd leiðarkerfis
Friðlandshringur frá Húsabakka

Friðlandshringur frá Húsabakka

Friðlandshringur frá Húsabakka

Norðurland

Lagt er af stað frá friðlandsskiltinu á Húsabakka. Leiðin er öll stikuð og vörðuð með lágum blóma- og fuglaskiltum. Gengið er norður Húsabakkann eftir gömlum malartroðningi að gili eða klauf neðst í túninu á Tjörn sem nefnist Lambaklauf. Þá er sveigt til hægri og gengið niður stíg sem liggur að fuglaskoðunarhúsi sem stendur á bökkum Tjarnatjarnar.

Áfram er haldið niður malarstíg sunnan tjarnarinnar þar til honum sleppir en þá er stefnan tekin þvert yfir dalbotninn að Svarfaðardalsá. Þarna er tangi út í ána sem eitt sinn var hólmi og nefnist Hánefstaðahólmi. Þar er mikið fuglalíf, einkum eru kríur aðsópsmiklar, en einnig er mikið af öndum og gæsum.

Genginn er hringur um hólmann og áfram upp með ánni að girðingu á merkjum Tjarnar og Grundarlands. Nú er aftur gengið þvert yfir dalbotninn með viðkomu á gömlum heygörðum sem þar eru. Þaðan er gott að horfa í kring um sig og rifja upp bæjarnöfn og fjallaheitin allt um kring.

Frá heygörðunum er stefna tekinn á Húsabakka þar sem hringnum er lokað.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Dalvíkurbyggð
Útgefandi: Dalvíkurbyggð
Vefsíða: www.dalvikurbyggd.is

 

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíllinn

Skildu eftir svar

Listings

Friðlandshringur frá Húsabakka

0