Valmynd leiðarkerfis
Eyjan í Vesturdal (Svínadalshringur)

Eyjan í Vesturdal (Svínadalshringur)

Eyjan í Vesturdal (Svínadalshringur)

Norðurland

Um er að að ræða létta og þægilega gönguleið sem hentar öllum. Þetta er ekki mjög fjölfarin leið sem vekur furðu eins fjölbreytt og skemmtileg hún er. Við hefjum gönguna við bílastæðið í Vesturadal og göngum því sem næst beint í suður. Leiðin er stikuð og ágætlega merkt. Eftir stutta göngu færist slóðin nær klettaveggjum og við færum okkur fram hjá Svínadal og yfir að Jökulsá. Þaðan liggur stígurinn meðfram henni , framhjá Karli og Kerlingu og aftur inn í Vesturdal.

Fyrsti leggur leiðarinnar er frekar tíðindalaus. Gróðurinn og fuglasöngurinn í algleymi og fljótlega hverfa merki um manngert umhverfi. Slóðin færir sig nær Eyjunni og við göngum þétt upp við snarbratta hamraveggina.

Vesturdalsá og litlar tjarnir setja skemmtilegan svip á umhverfið og draga að sér athygli yngri kynslóðarinnar. Fljótlega komum við að Svínadal. Við förum inn á túnið og virðium fyrir okkur tóttirnar af bænum og sjaúm að þetta hefur verið tölvert býli hér áður fyrr. Saga heiðarbýla á þessu svæði og öræfunum hér austur eftir er afskaplega heillandi og skemmtileg en er nú efni á allt öðrum stað. Svínadalur fór í eyði um miðja síðustu öld en þar bjó síðast einbúinn Páll Jónsson. Kristján Eldjárn fyrrverandi forseti áætlaði að það væru hátt í 40 rústir/tóttir af byggingum, mannvirkjum í Svínadal sem sýnir hversu mikill búskapur hefur þarna verið.

En við göngum áfram, færum okkur í átt að Jökulsá þar sem hún rennur í stórkostlegum gljúfrum til sjávar. Við sjáum nú fljótlega skilti sem á stendur Kallbjarg og laumumst þann stíg. Hér var áður lítill kláfur sem notaður var til að flytja vistir og annað yfir ánna. Oft var mikill skyldleiki á milli fólks á bæjum hér og því var samgangur töluverður. En nafnið kemur til vegna þess að hér áttu menn „samræður“ – kallað var yfir ánna ogog má gera sér í hugarlund að raddsterkir hljóta menn að hafa verið.

Litlu lengra sjáum við mikinn helli vinstra megin við okkur – í hamraveggjunum. Þetta er Lambahvammshellir en hér geymdu bændur á Svínadal lömbin þegar fært var frá á þeim bæ og árnar voru mjólkaðar. Þrátt fyrir að visitin hafi ekki verið lömbunum erfið má eflaust ímynda sér að jarmið hafi verið mikið og jafnvel hafi hamrarnir tekið undir með bergmáli.

Karl og Kerling heita tveir klettadrangar við ánna og blasa við okkur fljótlega. Sá minni er kerlingin og stærri karlinn. Þar geta glöggir göngumenn bent á misræmi en í mörgum tröllasögum er það fot Trökkklellingin s sem er sætærri en kallinn minni – leppalúði. Rétt fyrir neðan þau hjón sem líklega hafa dagað þarna uppi við einhver grá nætuverk var einn ef ferjustöðum bænda. Notuðu þeir báta til að ferja yfir ánna og hefur það oft eflaust verið hættuspil enda áin ansi erfið að sjá, jafnvel þegar hún telst í litlum vexti.

Okkar leið fer nú að ljúka, við göngum áfram meðfram ánni þar til við sjáum vegslóða og förum þá eftir honum aftur að tjaldsvæðinu í Vesturdal. Dásamlegri göngu lokið.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

    Skildu eftir svar

    Listings

    Eyjan í Vesturdal (Svínadalshringur)

    0