Valmynd leiðarkerfis
Brennisteinsalda

Brennisteinsalda

Brennisteinsalda

Hálendið

Brennisteinsalda (881 m.y.s.) er eitt af fallegri fjöllum landsins að mati þess er þetta ritar. Á hverju ári ganga þúsundir göngumanna framhjá fjallinu á leið sinni um Laugaveginn. Fæstir ganga þó á fjallið enda góð ganga fyrir höndum. Leiðin er ekki flókin en best er að ganga upp á hrygginn norðvestan í fjallinu. Þaðan er skriðunum fylgt beint upp þar til komið er að hrygg sem fylgt er á toppinn. Gangan hefst þó við skála FÍ í Landmannalaugum og fylgt er hefðbundinni leið Laugavegsfara að fjallinu.

Brennisteinsalda er eins og mörg fjöll hér á svæðinu ríkt af rýólíti sem oftast er nefnt líparít. Laugahraunið rann úr litlum gígum í jöðrum fjallsins árið 1480. Fjallið sjálft er hinsvegar talið vera tugþúsunda ára gamalt. Líklegast myndast í gosi á síðasta jökulskeiði.

Nafnið skýrir sig vel þegar gengið er að fjallinu. Við hlið þess er litríkt hverasvæði en víða í fjallinu gjósa litlir hverir í gegn um bergið með tilheyrandi frussi, hvissi og brennisteinslykt. Hækkunin er ekki mikil eða rúmir tvö hundruð metrar. Fjallið er þó frekar hæggengt enda skriður ætíð þannig. Útsýnið er þó gott yfir Landmannalaugar og víðar.

Tilbaka er hægt að fara sömu leið, það er um Laugahraun eða ganga í gegn um hraunið og um Grænagil. Þá er farið framhjá hverasvæðinu og í gegn um hraunið.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Áætlun í Laugar

Skildu eftir svar

Listings

Brennisteinsalda

0