Valmynd leiðarkerfis
Vaglaskógur – Skógarleið

Vaglaskógur – Skógarleið

Vaglaskógur – Skógarleið

Norðurland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Akureyri
  • Hækkun: Um 1m.
  • Samgöngur: Einkabíllinn
  • Flokkur: ,

Gönguleiðin liggur frá tjaldstæði syðst í skógi og norður að gömlu bogabrúnni, samsíða aðalakvegi í gegnum skóginn. Leiðin liggur samsíða blárri gönguleið á kafla framhjá þjónustuhúsi, um birkiskóg og samsíða rauðri gönguleið um tjaldsvæði í Stórarjóðri. Leiðin endar við gömlu bogabrúna sem byggð var 1908. Þessi gönguleið er auðveld þar sem hæðarmunur er óverulegur. Leiðin gefur góða yfirsýn yfir gróðurfar í skóginum. Fylgið stikum með gulum lit – 3.410 metrar

Vaglaskógur í Fnjóskadal er meðal fjölsóttustu skóga á Íslandi. Árlega koma þúsundir ferðamanna í skóginn, bæði til að njóta þar dvalar og útiveru, enda skógurinn tilvalinn til útivistar að sumri sem vetri.

Í Vaglaskógi er aðalstarfsstöð Norðurlandsdeildar Skógræktar ríkisins. Meginverkefni starfsmanna eru grisjun skógarins, frærækt og framleiðsla ýmissa skógarafurða, s.s. arinviðar, trjáplatta og viðarkurls.

Í skóginum eru rekin tjaldsvæði og kjósa margir að eiga föst stæði fyrir tjaldhýsi sín þar yfir sumarið. Verslun er í Vaglaskógi sumarlangt og er þar að finna nauðsynjavörur og upplýsingar um afþreyingu og þjónustu í nágrenninu. 

Vaglaskógur er einn elsti nytjaskógur á Íslandi. Snemma á 20. öld keypti landssjóður Íslands jörðina Vagli í Fnjóskadal sem skógurinn er nefndur eftir. Árið 1909 var skógurinn friðaður, skógarvörður settur á Vöglum og starfræksla gróðarstöðvar hafin.

Enginn birkiskógur hér á landi hefur verið hirtur jafnlengi og mark- visst og Vaglaskógur. Grisjun skógarins hófst strax árið 1909 sem gerði Vaglaskóg einn beinvaxnasta birkiskóg landsins. Birkið á Vöglum hefur áberandi ljósan stofn, getur náð yfir 10 metra hæð og orðið um 90 ára gamalt.

Gróðursettar hafa verið um 650.000 plöntur í Vaglaskógi frá upphafi, alls af 26 ólíkum tegundum, þótt birkið sé ríkjandi. Meðal þeirra tegunda sem tilraunir hafa verið gerðar með í skóginum má nefna skógarfuru, rauðgreni, hvítgreni, stafafuru og rússa-, síberíu- og mýrarlerki. 

Heimild: Vaglaskógur, ferðablöðungur Skógræktar Ríkins.
Vefsíða.

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíllinn

Skildu eftir svar

Listings

Vaglaskógur – Skógarleið

0