Valmynd leiðarkerfis
Hrútagjá

Hrútagjá

Hrútagjá

Reykjanes
  • Erfiðleikastig: 2
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Hafnarfjörður
  • Tími: 1.5 klst
  • Lengd: 3.5 km
  • Hækkun: Um 20m.
  • Samgöngur: Einkabíllinn
  • Flokkur:

Magnað að sjá þessa gjá. Sýnir okkur hversu jarðhræringar eru megnugar. Helst dettur manni í hug að hér hafi goðin hlaupið um með risavaxinn plóg í eftirdragi. Við ökum Krýsuvíkurleið og beygjum inn á Djúpavatnsleið. Eftir stuttan akstur ökum við upp brekku og strax þar á eftir er bílastæði og skilti merkt Hrútagjá á hægri hönd. Við göngum svo hring og endum á sama stað.

Talið er að Hrútagjá hafi myndast fyrir um fimm þúsund árum þegar Hrútagjárdyngja gaus. Í lok ferðarinnar göngum við meðfram henni. Hraunið rann að mestu til norðurs og til sjávar. Það myndaði hið stóra hraun Almenning og að mestu ströndina á milli Vatnsleysuvíkur og Straumsvíkur. Þegar horft er yfir hraunið áttar maður sig á því hversu gríðarlegt magn er um að ræða.

Frá bílastæðinu göngum við upp brekkuna sem blasir við. Stígurinn á þessari gönguleið er ekki alltaf skýr og leiðin stundum svolítið torfær. Okkar leið liggur fyrst til hægri ofan í gjánna eins og fimmtíu metra eftir augljósum stíg. Svo bröltum við upp á vestari (innri) brúnina. Leið okkar liggur svo í hálfgerðan hring. Þegar við erum komin í hálfhring sjáum við að hægt er að fara ofan í gjána. Það gerum við og göngum eftir henni til norðvesturs, í átt að höfuðborgarsvæðinu. Þar opnast hún á skemmtilegan hátt og við njótum útsýnis.

Við göngum svo til baka eftir gjánni, skemmtileg upplifun og stígurinn í raun hraunhellur sem búið að ganga mosann af. Við komu svo að Hrútagjárdyngju, geysilega stór en um leið falleg og formfögur. Fljótlega eftir það líkur gönguleiðinni á sama stað og við hófum hana.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Tími: 1.5 klst
  • Lengd: 3.5 km
  • Samgöngur: Einkabíllinn

Skildu eftir svar

Listings

Hrútagjá

0