Valmynd leiðarkerfis
Umhverfis Vífillsstaðavatn

Umhverfis Vífillsstaðavatn

Umhverfis Vífillsstaðavatn

Höfuðborgarsvæðið
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Garðabær
  • Samgöngur: Strætó á Vífilsstaði
  • Flokkur:

Þessa ágætu gönguleið þekkja nú margir en fjölfarinn. Stuttur hringur umhverfis Vífilsstaðavatn sem er rétt við bæjarmörkin en samt svo afskekktur frá borgarnið og bílaumferð. Lagt er á öðru hvoru bílastæðinu vestan við vatnið og svo gengið umhverfis, hvorn  hringinn sem maður vill.

Vífilsstaðavatn og nágrenni er friðlýst svæði síðan 2007. Friðlýsingin nær til vatnsins og umhverfis þess en frekar fágætt er hér á landi að svæði þetta nálægt byggð séu friðlýst og er það vel.

Garðabær hefur þarna byggt upp ljómandi fína aðstöðu, bekkir eruð víða, fræðsluskilti og ágætis þakskýli rétt við bílastæðið. Á sumrin er allajafna mikið líf í og við vatnið, manna og dýra. Veiðimenn sjást oft út í vatninu, göngufólk og hundar með þeim en síðast en ekki síst er það dýralífið sem er ágætlega fjölbreytt. Ber þar mest á fuglum.

Við syðra bílastæðið má sjá slóða er liggur upp á Vífilsstaðahlið að vörðu er ber nafnið Gunnhildur. Þeir er vilja lengja labbið aðeins og fá gott útsýni ættu að bregða sér að henni. Hvernig nafngiftin er tilkomin eru menn ekki á eitt sáttir um. Telja sumir að hún taki nafn sitt frá kvenkosti miklum er bjó einu sinni á Vífilsstöðum. Aðrir segja að þarna hafi verið vélbyssuhreiður á stríðsárunum er hét Gun Hill. Hvor sagan sem rétt er skiptir kannski ekki máli.

 
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Strætó á Vífilsstaði

Skildu eftir svar

Listings

Umhverfis Vífillsstaðavatn

0