Valmynd leiðarkerfis
Þverfellshorn á Esju

Þverfellshorn á Esju

Þverfellshorn á Esju

Höfuðborgarsvæðið

Líklega vinsælasta gönguleið landsins og klárlega vinsælasta gönguleið í nánd við höfuðborgarsvæðið. Lagt er í hann frá bílastæði við botn Kollafjarðar. Stígurinn er augljós, breiður og vel merktur. Hann skiptist í tvennt rétt fyrir neðan miðju. Vestan til fer hann í gegn um Einarsmýri en austan til á brú yfir ána og svo á ská á hornið. Flestir ganga upp að Steini sem kallað er en margir alla leið á hornið. Þar geta þó aðstæður verið erfiðar, brattar skriður en búið að er að setja höld til stuðnings. Við förum svo sömu leið tilbaka.

Tilurð nafnsins Esja liggur ekki alveg á hreinu. Í Kjalnesingasögu kemur fyrir kvenmaður sem heitir Esja en einnig hefur verið bent á að gamalt orð yfir snjófjúk sé ysja. Þannig geti það vísað til þess að oft má sjá snjófúk, ysju fram af fjallinu.

En gönguleið okkar liggur eftir góðum stíg upp fjallið og eftir stutta göngu skiptist stígurinn. Mælt er með því að fara til hægri, sleppa Einarsmýri því hún lætur mikið á sjá sé gengið um hana. Þegar við komum upp að Steini sem er líklega eini steinn landsins sem heitir þessu nafni formlega má snúa við. Restin af leiðinni er brött og ekki fyrir alla. Sé farið með gát og varfærni ætti engum það þó að vera ofraun. Á toppinum er útsýnisskífa og gestabók.

Ofan af fjallinu er mikið og gott útsýni. Þessi leið er í dag nýtt mikið sem líkamsrækt og má þar oft sjá nokkur hundruð manns á leiðinni á einum degi. Hlaupandi, skokkandi, gangandi og horfandi á útsýnið. Ganga á Þverfellshorn er ágætis afrek, farið er í tæplega 800 metra hæð og heildarleiðin er um átta kílómetrar.

Benda skal sérstaklega á að þó hér sé merkt við að leiðin henti fjölskyldu, börnum á öllum aldri þá verður að meta vel hversu hátt þau fara. Klettarnir ofan við Stein henta klárlega ekki yngstu kynslóðinni. Neðri hluti leiðarinnar og í raun alla leið upp að Steini er þó ævintýraheimur og útsýnið launar göngumönnum á öllum aldri erfiðið.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

    Skildu eftir svar

    Listings

    Þverfellshorn á Esju

    0