Valmynd leiðarkerfis
Systrafoss – Systrastapi

Systrafoss – Systrastapi

Systrafoss – Systrastapi

Suðurland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ein smáspræna
  • Næsta þéttbýli: Kirkjubæjarklaustur
  • Hækkun: Um 1m.
  • Samgöngur: Áætlunarferðir á Klaustur
  • Flokkur: ,

Létt og þægileg gönguleið á söguslóðum kvenna. Hentar vel sem kvöldganga eða til að brjóta upp langan dag á akstri. Við leggjum við Systrafoss og göngum það eftir vegum og slóðum að Systrastapa. Klífum hann með aðstoð keðju og göngum svo sömu leið til baka.

Systrafoss er í ánni Fossá sem kemur úr Systravatni. Öll þessi örnefni eru frá þeim tíma sem nunnur bjuggu í klaustri á staðnum. Klaustrið var rekið frá árinu 1186 og í um fjögur hundruð ár eða til siðaskipta. Engar sögur fara sérstaklega af fossinum en stór steinn neðarlega í gilinu hrundi úr klettunum í miklu þrumuveðri árið 1830.

Leið okkar liggur meðfram þorpinu og bæjum utan þess. Þegar vegurinn liggur upp hlíðina förum við út af honum og stefnum eftir þokkalegum stíg í átt að Systrastapa. Gangan er ekki löng og við komum fljótlega að stapanum. Ágætis uppganga er Skaftármegin og til stuðnings er keðja.

Þegar upp er komið er gott að svipast um eftir tveimur leiðum, tveggja nunna sem þarna eiga að vera grafnar. Nokkuð sýnilegar eru tvær þúfur sem gætu kannski verið grafir þeirra systra? En einhverjir vilja líka meina að þarna eigi bara ein nunna að vera grafin, Systir Katrín. Árið 1343 var hún borin þeim sökum að hafa lagst með mörgum leikmönnum, bréflega veðdregið sig djöflinum sjálfum og fleiri þungar ásakanir voru á hana bornar. Fór svo að hún var brennd á báli, fyrst kvenna hér á landi. Segir sagan að hún hafi verið grafin á Systrastapa og þaðan komi nafnið. Hin systirin hafi talað óguðlega um sjálfan páfann og því eðlilega verið brennd fyrir.

Hvort sem sagan er rétt eður ei þá er vel þessi virði að ganga að stapanum og klifra þangað upp. Ef blautt er þarf þó að fara varlega þar sem grasið og jafnvel bergið er hált. Við göngum hinsvegar sömu leið til baka.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Áætlunarferðir á Klaustur

Skildu eftir svar

Listings

Systrafoss – Systrastapi

0