Valmynd leiðarkerfis
Seljalandsfoss

Seljalandsfoss

Seljalandsfoss

Suðurland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Hvolsvöllur
  • Hækkun: Um 1m.
  • Samgöngur: Áætlun að Seljalandsfossi
  • Flokkur: ,

Seljalandsfoss er fremsti foss Seljalandsár sem á upptök sín uppi á Hamragarða- og  Seljalandsheiði. Fossinn er 65 m. á hæð, fellur fram af fornum sjávarhömrum. Þegar loftslag fór að hlýna undir lok síðustu ísaldar bráðnaði ísinn hratt, samhliða því hækkaði sjávarstaða. Þegar ísfarginu létti lyftist landið í leit að nýju jafnvægi, sjórinn fylgdi ísbrúninni inn í landið og kaffærði meðal annars allt Suðurlandsundirlendið.

Hægt er að ganga í kringum Seljalandsfoss og virða hann fyrir sér frá öllum sjónarhornum. Leiðin getur orðið ansi blaut en þó er alltaf þurrt þegar á bakvið fossinn er komið. Beljandi vatnsniðurinn og regnboginn sem ljómar í vatnsflókunum þegar sólin skín á fossinn skapa ógleymanlega upplifun. Umhverfið í kringum fossinn er mjög fagurt með sínum gróðurvöxnu brekkum, hömrum, fossum og hellum. Á aurunum rennur svo Markarfljótið.

Eftir að gengið hefur verið á bakvið Seljalandsfoss er genginn stígurinn eftir Fossatúninu að rafstöðvarhúsi á Hamragörðum frá 1923 og þaðan að fossinum Gljúfrabúa. Þar er hægt að ganga (vaða) inn gljúfrið alveg að fossinum.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Rangárþingi eystra
Útgefandi: Katla jarðvangur
Vefsíða: www.katlageopark.is

 
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Áætlun að Seljalandsfossi

Skildu eftir svar

Listings

Seljalandsfoss

0