Lagt er af stað frá Dalvíkurkirkju og gengið upp malarveg sem liggur til fjalls. Þar sem vegurinn greinist er sveigt til hægri og þar er upphafskilti leiðarinnar.
Gengið á brú yfir Brimnesá og upp með fallegu gljúfri sem þarna er. Áfram er gengið eftir vegslóða upp að girðingu. Eftir það er leiðin á gömlum kindagötum í rótum Bæjarfjalls, Selhnjúks og Systrahnjúks. Milli Bæjarfjalls og Selhnjúks birtist Tungudalur er það fyrsti þverdalurinn sem er fyrir.
Milli Selhnjúks og Systrahnjúks er svo Dýjadalur. Innan við Systrahnjúk er svo Grímudalur en allbrött brekka er frá ánni að mynni dalsins. Rétt neðan við Kofann sem staðsettur er í miðjum dalnum er göngubrú yfir Brimnesánna.
Áður en lagt er af stað til baka niður dalinn hinu megin er tilvalið að á í kofanum og skrifa í gestabókina sem þar er. Leiðin liggur svo niður dalinn í rótum Böggvistaðafjalls.
Þessi leið er vel greiðfær en getur verið svolítið blaut fyrri hluta sumars.
Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Dalvíkurbyggð
Útgefandi: Dalvíkurbyggð
Vefsíða: www.dalvikurbyggd.is