Valmynd leiðarkerfis
Kálfsárlón

Kálfsárlón

Kálfsárlón

Suðurland

Skemmtileg gönguleið sem hentar öllum. Engin hækkun en þó þarf víða að finna góða leið í kring um birkiskóginn. Haldi göngumenn sig sem næst lækjum og árfarvegum verður gangan léttari.

Gangan hefst efst í Miðhúsaskógi  og liggur um skóginn, fallegt hraunið og uppsprettur sem undan því koma. Frá upphafsstað er gengið eftir vegslóða niður að Neðralóni og þaðan eru greiðar kindagötur að Efralóni.

Bæði lónin eru skemmtilegir staðir til að dvelja á, velta fyrir sér undrum náttúrunnar eða bara hreinlega stinga tásunum ofaní og njóta ferskleikans. Frá Efralóni liggur svo leið niður að Kálfá fremri og Kálfá innri. Gott er að gefa sér ágætis tíma til að ganga niður með Kálfá innri þar sem hún rennur í Brúará.

Í stuttu máli ljúf og skemmtileg gönguleið, upplögð með börnin eða bara sem rómantísk gönguleið hönd í hönd – stundum allavega.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

    Skildu eftir svar

    Listings

    Kálfsárlón

    0