Valmynd leiðarkerfis
Gvendarskál í Hólabyrðu

Gvendarskál í Hólabyrðu

Gvendarskál í Hólabyrðu

Norðurland
  • Erfiðleikastig: 2
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Hofsós
  • Hækkun: Um 240m.
  • Samgöngur: Einkabíll
  • Flokkur: ,

Ganga okkar í Gvendarská hefst við skólahúsið á Hólum í Hjaltadal. Rétt ofan við aðalinnganginn á finna merkta stíga og einum þeirra fylgjum við í gegn um Hólaskóg. Sá hluti leiðarinnar er skemmtilegur enda ekki oft sem við íslendingar göngum í skógi hérlendis.

Þegar skóginum sleppir er stígurinn ekki eins greinilegur en þó nægilega. Leiðin er einnig stikuð. Við höldum því á brattann og fetum þessa grýttu leið áfram. Eftir því sem við förum hærra er leiðin grýttari og því ekki við allra hæfi, flestra þó. Þegar í skálina sjálfa er komið fæst ágætis útsýni yfir dalinn og út  í Skagafjörð.

Gvendarskál liggur í vestanverðri Hólabyrðu (1.244 m.y.s.) en fjallið rís glæsilega yfir Hólastað. Gvendarskál liggur við gönguleiðina á Hólabyrðu. Göngustígnum sjálfum er haldið nokkuð vel við og var meðal annars endurnýjaður nýlega (vorið 2012). Á Hólum er kennd ferðamálafræði og fá nemar að spreyta sig á göngustígagerð á hverju vori. Slíkt nýtist göngumönnum á svæðinu afar vel.

Gvendarskál fær nafn sitt frá Guðmundi góða Arasyni sem var biskup á Hólum í upphafi þrettándu aldar. Þrátt fyrir að vera umdeildur fékk hann fljótt viðurnefnið hinn góði. Hann þótti sýna mildi og mýkt í samskiptum. Hann gekk til bæna í skál í Hólabyrðu sem fékk nafnið Gvendarskál. Þar má finna stein með syllu í sem er talin hafa þjónað sem altari fyrir hann og hann á að hafa sopið úr til að svala þorstanum.

Eftir að hafa virt fyrir okkur útsýnið frá skálinn höldum við sömu leið tibaka niður að skólahúsi Háskólans á Hólum.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíll

Skildu eftir svar

Listings

Gvendarskál í Hólabyrðu

0