Valmynd leiðarkerfis
Gluggafoss

Gluggafoss

Gluggafoss

Suðurland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Hvolsvöllur
  • Hækkun: Um 45m.
  • Samgöngur: Einkabíllinn
  • Flokkur: ,

Rétt fyrir innan Þorsteinslund, um 21 km frá Hvolsvelli er fagur foss að nafni Gluggafoss. Hann er í Merkjá, smáá sem merkir landaskilin milli Hlíðarenda og Múlakots. Fossarnir eru í raun tveir, sá neðri breiður og lágur, sá efri er Gluggafoss, tignarlegur og hár, um það bil 45 metrar á hæð.

Saman nefnast þeir Merkjárfossar. Efri hluti klettanna sem hann fellur um er móberg en neðri stallurinn er úr blágrýti. Nafn sitt dregur fossinn af því að vatnið hefur sorfið mjúkt móbergið og myndað göng, vatnið spýtist svo út um gangnaopnin, „glugganna“ í fossinum neðanverðum.

Efst í fossinum fellur hluti vatnsins undir steinboga.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Rangárþingi eystra
Útgefandi: Katla jarðvangur
Vefsíða: www.katlageopark.is

 
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíllinn

Skildu eftir svar

Listings

Gluggafoss

0