Valmynd leiðarkerfis
Búlandsnes

Búlandsnes

Búlandsnes

Austurland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Djúpivogur
  • Hækkun: Um 5m.
  • Samgöngur: Áætlun á Djúpavog
  • Flokkur: ,

Létt og áhugaverð leið til fjöru- og fuglaskoðunar. Upphaf göngu er við Bóndavörðu en þaðan er haldið í norðaustur eftir Langatanga í átt að Hvítasandi. Þaðan er haldið meðfram ströndinni yfir Grjóteyrartanga og að Grunnasundi.

Grunnasund verður ófært á flóði og verður þá að taka krók með Grunnasundi vestur að flugvelli þegar svo háttar til. Frá flugvelli er síðan gengið í austur sunnan megin sundsins út í Úlfsey og aðrar landfastar eyjar þar fyrir utan. Mjög stór hluti gönguleiðarinnar utan við Grunnasund er á sandi.

Þegar gengið er tilbaka er farið með flugvelli upp að vötnunum Fýluvogi og Breiðavogi en þar er ákjósanlegt svæði til fuglaskoðunar m.a. fuglaskoðunarhús. Með Breiðavogi að norðan er síðan gengið upp í svokölluð Loftskjól og þaðan áfram að Bóndavörðu.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Austurlandi VII
Útgefandi: Djúpavogshreppur
Vefsíða: www.djupivogur.is

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Áætlun á Djúpavog

Skildu eftir svar

Listings

Búlandsnes

0