Valmynd leiðarkerfis
Brúarárskörð

Brúarárskörð

Brúarárskörð

Suðurland
  • Erfiðleikastig: 2
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Laugarvatn
  • Hækkun: Um 550m.
  • Flokkur:

Gönguleið sem er brött á köflum en fær hvaða göngumanni í þokkalegu formi. Opnar göngumönnum sýn á gljúfur sem eru ekki mjög þekkt en eru svo sannarlega göngunnar virði.

Hrikalegt gljúfur Brúarárskarða sem er um þrír kílómetrar á lengd er endastaður þessarar gönguleiðar. Hún hefst vestast í sumarhúsabyggðinni í  Skyggniskógi og er gengið eftir augljósum vegslóða um hraunið og stefnt á Kolgrímshól og þaðan að Brúarárskörðum. Nokkuð brattur kafli liggur eftir göngustíg frá hvammi framan við gljúfrið og upp á Litlhöfða. Frá honum er upplagt að ganga meðfram gljúfrinu og upp á Tanga, grasivaxinn stall þar sem gönguleiðin endar.

Fáir góðir útsýnisstaðir eru yfir Brúarárskörð í heild sinni en af Litlhöfða er útsýni einna best. Þar má sjá hversu hrikaleg gljúfrin eru en um leið afskaplega fögur, talin vera stærstu gljúfur í Árnessýslu allri. Lengi má velta fyrir sér hversu langa tíma Brúaráin hefur sorfið þessi gljúfur í þursabergið.

Sitthvoru megin við Brúarárskörðin blasa tvö tíguleg fjöll við, Rauðafell nær og í suðri en Högnhöfði fjær og í norðri. Á hann ganga margir sem ekki svöluðu gönguþorsta sínum á þessari leið og er þeirri leið lýst hér.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

    Skildu eftir svar

    Listings

    Brúarárskörð

    0