Valmynd leiðarkerfis
Borgarfjörður –  Brúnavík um Hofstrandarskarð

Borgarfjörður – Brúnavík um Hofstrandarskarð

Borgarfjörður – Brúnavík um Hofstrandarskarð

Austurland

Létt gönguleið. Gengið er eftir grófri jeppaslóð yfir skarðið og síðan um graslendi út víkina. Borgarfjarðarmegin við Hofstrandarskarðið er fallegt útsýni, meðal annars ofan í Helgárgil, sem inniheldur mjög sérstakar og litskrúðugar líparítmyndanir.

Brúnavík er  næsta vík sunnar Borgarfjarðar Eystri. Víkin sem er allbreið, horfir á móti norðaustri og upp af henni gengur fremur brattur dalur sem einkennist af grónum melhryggjum og mýrum. Í Brúnavík var löngum tvíbýli en hún fór í e yði 1944. Þar þóttu góð skilyrði til búsetu fyrr á öldinni, góð tún og engjar, fjörubeit allnokkur og að jafnaði snjólétt.

Þá er lending allgóð í Brúnavík. Þar er nú neyðarskýli Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Heimild: Gönguleiðir á Víknaslóðum.
Útgefandi Ferðamálahópur Borgarfjarðar Eystri o.fl.
Vefsíða 

Víknaslóðir er heiti svæðis sem í grófum dráttum er á milli Borgarfjarðar  Eystri og Seyðisfjarðar. Þar hefur Ferðamálahópur Borgarfjarðar Eystri byggt upp gríðarlega gott net gönguleið sem búið er að stikja og merkja vel. Þar eru gistiskálar, bæði í Breiðuvík og ofan Húsavíkur auk þess sem aðstaða er í Loðmundafirði. Ein af helstu perlum landsins og enn með hóflegum fjölda gesta.

Það má ganga þessa sömu leið tilbaka en einnig má ganga um Brúnavíkurskarð. Sjá þá leið hér.

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíllinn

Skildu eftir svar

Listings

Borgarfjörður – Brúnavík um Hofstrandarskarð

0