Valmynd leiðarkerfis
Borgarfjörður – Brúnavík um Brúnavíkurskarð

Borgarfjörður – Brúnavík um Brúnavíkurskarð

Borgarfjörður – Brúnavík um Brúnavíkurskarð

Austurland

Fremur létt gönguleið en gengið er eftir greinilegum fjárgötum um graslendi. Leiðin var áður aðalgönguleiðin til Brúnavíkur.

Brúnavík er  næsta vík sunnar Borgarfjarðar Eystri. Víkin sem er allbreið, horfir á móti norðaustri og upp af henni gengur fremur brattur dalur sem einkennist af grónum melhryggjum og mýrum. Í Brúnavík var löngum tvíbýli en hún fór í e yði 1944. Þar þóttu góð skilyrði til búsetu fyrr á öldinni, góð tún og engjar, fjörubeit allnokkur og að jafnaði snjólétt.

Þá er lending allgóð í Brúnavík. Þar er nú neyðarskýli Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Heimild: Gönguleiðir á Víknaslóðum.
Útgefandi Ferðamálahópur Borgarfjarðar Eystri o.fl.
Vefsíða 

Víknaslóðir er heiti svæðis sem í grófum dráttum er á milli Borgarfjarðar  Eystri og Seyðisfjarðar. Þar hefur Ferðamálahópur Borgarfjarðar Eystri byggt upp gríðarlega gott net gönguleið sem búið er að stikja og merkja vel. Þar eru gistiskálar, bæði í Breiðuvík og ofan Húsavíkur auk þess sem aðstaða er í Loðmundafirði. Ein af helstu perlum landsins og enn með hóflegum fjölda gesta.

Þessa leið má ganga aftur sömu leið tilbaka eða upp úr Brúnavík og um Hofstrandarskarð til Borgarfjarðar aftur. Sjá hér.

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíllinn

Skildu eftir svar

Listings

Borgarfjörður – Brúnavík um Brúnavíkurskarð

0