Valmynd leiðarkerfis
Álftavatnakrókur

Álftavatnakrókur

Álftavatnakrókur

Hálendið
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Eitt vað
  • Næsta þéttbýli: Kirkjubæjarklaustur
  • Hækkun: Um 80m.
  • Samgöngur: Áætlunarferðir að sumri í Hólaskjól.
  • Flokkur:

Dásamleg gönguleið, einhvern veginn svo öðruvísi, ekki íslensk. En hér fylgjum við í raun fyrsta legg hins svokallaða Strútsstígs. Við hefjum gönguna í Hólaskjóli við Lambaskarðshóla. Eltum greinilegan stíg upp í hraunið, framhjá veglegum en nafnlausum fossi, oft kallaður Litli Gullfoss eða Silfurfoss. við göngum svo á nokkuð sléttum völlum með  Hánípu og  Bláfjall okkur á vinstri hönd og Axlir á þá hægri.

Um það bil þegar við beygjum til suðurs þurfum við að þvera Ófæru. Þokkalega góður botn og áin því yfirleitt ekki farartálmi þó ágætlega breið sé.

Fljótlega sjáum við í Álftavötn, yndislega fallegt dalverpi sem að mestu er ósnortið og laust við bílaumferð og mannfjölda.

Á staðnum er uppgerður gangnamannakofi sem Ferðafélagið Útivist hefur gert fallega upp. Aftan við skálann eru leifar af gamalli rétt sem oft hefur verið nýtt sem tjaldstæði og veitt skjól. Nokkrar tjarnir, setja skemmtilegan svip á umhverfið og sú staðreynd að lítið er ekið að skálanum eykur á dulúðina. Slóði liggur þó niður í Álftavötn en flestir virða það að aka hann ekki. Hægt er að leggja á stæði ofan og vestan við skálann og ganga niður. Er það engum ofraun.

Áður fyrr var fé geymt í hólmanum úti í vatninu enda var Álftavatnakofinn aðal afréttarkofi Skaftártungumanna þar til Hólaskjól var byggt rétt eftir 1970.

Velta má fyrir sér hvernig þetta fallega dalverpi myndaðist og er líklegasta skýringin sú að hér hafi verið vatn og jarðhræringar, jafnvel Eldgjárhraun frá 934 runnið í það og opnað dalinn svo runnið hafi úr því. Eftir varð því þessi dásamlegi dalur, jafnvel gamall vatnsbotn..

En við höfum tvo kosti, ganga til baka sömu leið sem er ekki síðra og miðast vegalengdir hér og tími við það. Hinsvegar að labba upp á veg sem er örstutt ef við höfum fórnfúsan bílstjóra til að sækja okkur.
 

Myndir

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Áætlunarferðir að sumri í Hólaskjól.

Skildu eftir svar

Listings

Álftavatnakrókur

0