Þægileg og auðveld gönguleið sem hentar vel þeim er dvelja í náttúruparadísinni Atlavík í Hallormsstaðaskógi. Gönguleiðin hefst austast í víkinni, alveg niður við fjöru. Höldum upp bratta brekku en eltum svo góðan stíg alla leið að Trjáasafni og þaðan upp að gamla söluskálanum. Gengin er svo sama leið til baka.
Hallormsstaðaskógur er stærsti skógur Íslands. Þar hófst formleg skógrækt árið 1903 og var það Skógræktarfélagið sem það gerði. Síðustu áratugi hefur svæðið notið mikill vinsælda sem útivistarsvæði og áfangastaður ferðamanna. Hafa þar verið stikaðar gönguleiðir, sett upp leiktæki og fleira. Skógurinn var um 130ha þegar hann var friðaður árið 1907 en er í dag góðir 380 ha. Ekki er hinsvegar lögð eins mikil áhersla á skógrækt í dag heldur frekar að grisja og halda við þeim skógi sem nú er þarna.
Okkar leið liggur aðeins meðfram Lagarfljóti og örlítið útsýni fáum við yfir Atlavík, svona eins mikið og hægt er fyrir trjám. Við eltum stíginn sem beygir uppeftir, í átt til suðurs og förum að Trjáasafninu sem er rétt við Mörk, gróðrarstöðina. Þar má sjá ýmsar tegundir trjáa sem hér hefur verið plantað. Leiðin liggur svo meðfram Staðará upp að gamla söluskálanum.
Sama leið er svo farin tilbaka og eins og alltaf kemur það jafnmikið óvart. Sama leið en allt annað útsýni og önnur upplifun.