Örstutt gönguleið frá tjaldsvæðinu í Þakgili lengra inn gilið að litlum fallegum fossi og hyl sem þar hefur myndast. Ljómandi falleg leið þó hún og lækurinn sé að hluta manngert.
Fært öllum og hentar sérstaklega vel yngri kynslóðinni því það má drullumalla, kasta grjóti og sjá hinar ýmsu ævintýramyndir á leiðinni.
Í Þakgili er mikil veðursæld þó vissulega geti kuldinn lætt sér niður af jöklinum. Landslagið er ótrúlegt og lætur engan ósnortinn.