Þessi leið er einnig nefnd Dyravegur enda meðfram veginum að stærstum hluta.
Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Hengilssvæðinu
Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur
Mjög skemmtileg leið og ótrúlega fjölbreytt. Sérstaklega ættu göngumenn að stöðva við Sporhelluna, klapparsvæði þar sem sjá má spor þeirra fjölmörgu hesta sem áður riðu hér með fólk og farangur. Dyravegur hét leiðin úr Árnessýslu til höfuðborgarsvæðisins og þar fóru bændur með varning og sóttu annan varning. Magnaður staður að skoða.