Valmynd leiðarkerfis
Bæjarfjall

Bæjarfjall

Bæjarfjall

Norðurland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Ekkert vað
  • Næsta þéttbýli: Dalvík
  • Hækkun: Um 660m.
  • Samgöngur: Áætlun á Dalvík
  • Flokkur: ,

Lagt er af stað frá Dalvíkurkirkju og gengið upp malarveg sem liggur til fjalls. Þar sem vegurinn greinist er sveigt til hægri og þar er upphafsskilti leiðarinnar. Gengið yfir brú á Brimnesá og upp með fallegu gljúfri sem þarna er. Áfram er gengið eftir vegslóða upp að girðingu.

Þegar komið er upp á hálsinn opnast útsýni inn í dalinn sem heitir líkt og margir aðrir dalir í Svarfaðardal, tveimur nöfnum, annars vegar Upsadalur þeim megin sem við stöndum en Böggvisstaðadalur hinumegin við ána.

Þegar komið er í gegnum hliðið liggur stígur til norðurs. Framundan er þá framhlaup sem hefur fallið í fyrndinni og nefnist í daglegu tali Upsi. Gengið er um það bil hálfa leið upp þetta framhlaup en sveigt þar til vinstri og stikum fylgt ská inn hlíðina þar til ko mið er í mynni Tungudals.

Nú er gengið beint upp hlíðina og síðan eftir malarhrygg allar götur upp á fjallið að vörðu sem þar stendur í 744 metra hæð.

Þarna er frábært útsýni yfir Dalvík, inn í Svarfaðardal og Skíðadal, inn Eyjafjörð, út yfir Hrísey og allt til Grímseyjar.

Gengið er sömu leið tilbaka.

Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Dalvíkurbyggð
Útgefandi: Dalvíkurbyggð
Vefsíða: www.dalvikurbyggd.is

 

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Áætlun á Dalvík

Skildu eftir svar

Listings

Bæjarfjall

0