Valmynd leiðarkerfis
Frá Lamba norður Glerárdal að vestan

Frá Lamba norður Glerárdal að vestan

Frá Lamba norður Glerárdal að vestan

Norðurland
  • Erfiðleikastig: 1
  • Vað: Lambá o.fl.
  • Næsta þéttbýli: Akureyri
  • Samgöngur: Einkabíllinn
  • Flokkur:

Gengið er niður að Glerá, innanvert við Lamba þar sem oftast má vaða hana. Þaðan út vesturbakka Glerár að göngubrú á Fremri-Lambá nokkur hundruð metra uppi á gili Fremri-Lambár.

Þessi leið er að nokkru stikuð. Þaðan er haldið áfram út vesturbakka Glerár að Heimari-Lambá. Þar norðan við er fylgt fjárgötum ofan við gilbarm Glerár út yfir Illugilin og út á bílveg neðan við vatnstankana í vesturhlíð Glerárdals.

Að lokum er farið austur yfir gil Glerár um göngubrú á Glerá á milli Fremri – og Heimari-Hlífár og upp á öskuhaugana.

Ofangreind heimild: Glerárdalur, gönguleiðakort.
Útgefandi: Ferðafélag Akureyrar – vefsíða.

Hér má finna gönguleið að Lamba. 

 

Lengd gönguleiðar

  • Samgöngur: Einkabíllinn

Skildu eftir svar

Listings

Frá Lamba norður Glerárdal að vestan

0