Skemmtileg og þægileg ganga upp á „hitt“ fjallið ofan við Vík í Mýrdal. Við ökum upp að kirkjugarðinum og göngum upp góða grasbrekkku út frá norðausturhorni garðsins. Þegar upp er komið getum við látið staðar numið eða það sem betra er, gengið til austurs út á Víkurhamra eða til vesturs á toppinn. Seinni möguleikinn er um 1,5 km lengri, fram og til baka. Við göngum svo niður að kirkjugarðinum aftur.
Þessi leið er fín kvöldganga. Þó skal hafa í huga að hér eins og á flestum fjöllum í nágrenni Víkur eru hættulegar brúnir.