Á þessum vef má finna stærsta úrval gönguleiða á einum stað hér landi. Það má skipta þeim í þrjá flokka;
- Gönguleiðir sem ég hef sjálfur gengið og lýsingin því mín upplifun, myndir og myndbönd mínar.
- Gönguleiðir sem ég hef góðfúslega fengið leyfi til að birta og þá sést sú heimild neðst í göngulýsingunni.
- Gönguleiðir sem ég hef rekist á án þess að finna nákvæma heimild og eðlilega eru það því kannski óáreiðanlegasta lýsingin og ber að hafa það í huga.
Munið bara að kortin hér eru til viðmiðunar, ekki til að rata eftir.
En hvernig byrjaði þetta allt saman?
Það má segja að þessi heimasíða hafi verið stofnuð árið 1989. Þá hélt ég fyrirlestur fyrir nýliða Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík. Nafnið var „Hvað get ég gert í sumar“ og þar kynnti ég gönguleiðir fyrir krafmiklu ungu fólki. Þennan fyrirlestur hélt ég um árabil. Ég bætti við hann gönguleiðum, tók út og lagfærði eins og gengur.
Samhliða þessu fór ég að sanka að mér göngukortum af öllum gerðum og stærðum, göngu- og útivistarbókum og í raun öllu er tengdist gönguferðum. Síðar fór ég að leiðsegja í gönguferðum um hálendið með erlenda og innlenda ferðamenn og stunda göngu á eigin forsendum. Af og til og töluvert síðasta áratuginn rúmlega hef ég skrifað um útivist og ferðalög.
Það var svo sumarið 2011, ég var að ganga Laugaveginn með dætrum mínum að hugmyndin vaknaði að því opna gönguleiðavef. Hafa þar inni hugmyndir að gönguleiðum um land allt, segja frá því sem mér þykir áhugavert í viðkomandi gönguleið – og jú smella einhverjum myndum með.
Og hér er vefurinn – langt frá því að vera fullbúinn. Ég komst að því að of mikið af mínum myndum voru fyrir tíma stafrænna myndavéla, ég hafði verið of latur við að „trakka“ gönguleiðir svo vefurinn ber þess merki að víða vantar myndir, trökk og annað.
Og já, ákveðnir landshlutar eru ekki með eins margar leiðir og ég hefði viljað.
En þetta stendur til bóta. Nú eru hér á annað hundrað leiðir og sífellt bætast fleiri leiðir við.
Og vefurinn mun þróast á næstu misserum. Ýmsar hugmyndir í gangi en fyrst og fremst þigg ég hugmyndir frá ykkur. Hvað viljið þið sjá, hverju viljið þið breyta og hvað eruð þið ánægð með. Eftir allt saman þá eruð þið fólkið sem notar hann, ég er bara skrásetjarinn.
Margir fá þakkir fyrir liðsinni, fyrst og fremst dæturnar auðvitað, þær Svandís Lilja og Silja Kristín, Egill Erlendsson hinn mikli WordPress snillingur, svo og Hvanneyrarsystur og margir fleiri.
Hlakka til að heyra frá ykkur
Jónas Guðmundsson
jonas@gonguleidir.is
897-1757